Stelpurnar í minnibolta 11 ára stóðu sig vel um helgina

Stelpurnar í minnibolti 11 ára tóku þátt í fjölliðamóti í Smáranum á dögunum . KR teflir fram einu liði í þessum árgangi og stelpurnar eru í A riðli og stóðu sig vel að vanda.

Á laugardeginum var mikill kraftur í stelpunum. Þær höfðu betur í  öllum þremur leikjunum nokkuð öruggt og var leikgleði og orka einkennandi fyrir okkar stúlkur.

KR 32 – 16 Keflavík

KR Njarðvík 30 -20

KR – Skallagrímur  42 – 14

Þær mættu þó heldur rólegri í sunnudagsleikina tvo en höfðu þó baráttusigur gegn ákveðnu liði Grindavíkur í spennuleik en náðu svo orkunni og leikgleðinni upp aftur í síðasta leik helgarinnar gegn góðu liði Þórs en þurftu engu að síður að láta í minni pokan þrátt fyrir ágætan leik.

KR 18 – 17 Grindavík

KR 19 – 26 Þór

Næsta mót hjá stelpunum verður 8-9 febrúar 2020.

Mynd: Stelpurnar með þjálfara sínum Andra Þór Kristinssyni