Vertu Með!

Vertu hluti af öflugu teymi sem hefur það að markmiði að efla enn frekar fjárhagslegan og félagslegan stuðning KKD KR. Þinn stuðningur við starf körfuknattleiksdeildar KR hefur aldrei verið eins mikilvægur og nú.

Bakhjarlar KR körfu er hópur KR-inga sem ætlar að styðja dyggilega við deildina en á sama tíma að njóta samveru og frábærrar skemmtunar á komandi tímabili.

Fyrir 8.500 krónur á mánuði (í 12 mánuði), eða 102.000 króna eingreiðslu, þá færðu:

Ársmiða fyrir 2 á:

  • Heimaleiki mfl. karla í deildarkeppni (11 leikir)
  • Heimaleiki mfl. kvenna í deildarkeppni (14 leikir)
  • Úrslitakeppni mfl. karla (allt að 9 heimaleikir)
  • Úrslitakeppni mfl. kvenna (allt að 6 heimaleikir)
  • Frátekin “VIP“ sæti á heimaleikjum karla og kvenna

Kaffi og “meððí” í hálfleik, á deildarleikjum karla og kvenna (ath! eingöngu fyrir bakhjarla og ársmiðahafa, framvísa þarf ársmiða í hurð)

11 skipta klippikort: Hamborgari og drykkur fyrir 2

Afslætti hjá völdum fyrirtækjum og verslunum (aðeins gegn framvísun ársmiða)

Aðgang fyrir 1 á stuðningsmannakvöld KR körfu (haust ’20)

Aðgang fyrir 1 á uppskeruhátíð KR körfu (vor ’21)

Hittingar á tímabilinu, aðeins fyrir Bakhjarla KR körfu (auglýst síðar)

Ef ske kynni að það verði fjöldatakmarkanir á heimaleiki í vetur, þá fá Bakhjarlar og ársmiðahafar forgang í forsölu miða.
Ef ske kynni að áhorfendur verði ekki leyfðir á einhverjum heimaleikjum í vetur, þá fá Bakhjarlar að sjálfsögðu ókeypis aðgang að útsendingu KRTV á þeim leikjum.

———-

Ef þú vilt slást í hóp Bakhjarla KR körfu, þá eru nokkrir möguleikar í stöðunni.

Fyrir mánaðargreiðslur (8.500 kr):
1) Skráðu þig í gegnum félagakerfi KR hér: https://kr.felog.is/
2) Hafðu samband við skrifstofu KR, Ingólfur (s.510-5311) eða Þóra (s. 510-5315) hjálpa þér að ganga frá þessu símleiðis
3) Mæta á skrifstofu KR og ganga frá þessu þar

Fyrir eingreiðslu (102.000 kr):
1) Millifæra á reikning KR Körfu 0137-26-45, kt. 510987-1449, skýring: „Bakhjarl“, og staðfestingu á greiðslu á [email protected]

Einnig er mikilvægt að skrá nafn og email hér fyrir neðan svo við getum sett þig á póstlista Bakhjarla.

Ársmiðar og klippikort verða afhent á fyrsta heimaleik tímabilsins.

Stuðningur Bakhjarla er gríðarlega mikilvægur, hann gerir okkur kleift að halda áfram metnaðarfullu starfi, skapa frábæra umgjörð og keppast um alla þá titla sem í boði eru bæði karla og kvennamegin.

Áfram KR!