Björn Kristjánsson frá út tímabilið – fer í aðgerð á næstunni

Bakvörðurinn Björn Kristjánsson mun ekki leika meira með KR-ingum á þessu tímabili en hann þarf að fara í aðgerð á mjöðm. Meiðslin hafa verið að angra kappann í rúmt ár.

Björn hefur verið lykilleikmaður hjá KR síðustu ár og ávallt verið mjög traustur í úrslitakeppninni.

Björn mun fara í aðgerð á mjaðmakúlu á næstunni og verður frá í 4-5 mánuði.

Mynd tekin af karfan.is