Brandon Nazione í KR

KR hefur náð samkomulagi við Brandon Nazione um að spila með liðinu út leiktíðina. Brandon er 26 ára gamall, 203 cm Bandaríkjamaður með ítalskt vegabréf sem spilaði síðast með Sporting frá Lissabon í portúgölsku úrvalsdeildinni í fyrra.

Brandon útskrifaðist frá Eastern Michigan háskólanum árið 2016 og þetta er því hans fimmta tímabil í atvinnumennsku. Hann byrjaði atvinnumannaferil sinn hjá Bayern Leverkusen í Þýskalandi tímabilið 2016-2017 þar sem hann skoraði 15,4 stig og reif niður 8,3 fráköst að meðaltali í leik. Hann hélt svo til S-Ameríku tímabilið 2017-2018 og 2018-2019. Þar spilaði hann fyrra árið í argentísku úrvalsdeildinni með liði Gymnasia þar sem hann skoraði 17,1 stig og tók 5,4 fráköst í leik. Seinna árið spilaði hann með Olimpia Montevideo í Urúgvæ þar sem hann skilaði 15,3 stigum og 4,9 fráköstum í leik.

Brandon kemur til með að hjálpa liðinu í baráttunni undir körfunni bæði varnarlega og sóknarlega. Við bjóðum Brandon hjartanlega velkominn í Vesturbæinn!