KR karfa semur við InStat Sport

Körfuknattleiksdeild KR hefur hafið samstarf við greiningarfyrirtækið InStat Sport og mun fyrirtækið sjá um niðurbrot á tölfræði og video-greiningu á leikjum í samstarfi við þjálfarateymi liðsins.

Viðræður við fyrirtækið hafa staðið yfir síðustu vikur og er deildin gríðarlega ánægð með að hafa náð að landa samningnum og sér fram á gott samstarf á næstu árum.

„Þetta býður upp á algjörlega nýja vídd í tölfræðigreiningu á körfubolta á Íslandi,“ segir Hörður Unnsteinsson aðstoðarþjálfari mfl. karla.

„Við Darri þurftum ekki meira en einn zoom-fund með forsvarsmönnum Instat til að vera sannfærðir um notagildi þessa samstarfs og erum virkilega spenntir fyrir þessu. Þetta veitir okkur tól til þess að skoða greiningu á advanced tölfræði eftir line-upum inn á vellinum hverju sinni, vidjó greiningu á leikmönnum og leikkerfum hinna liðana ásamt því auðvitað að fá okkar eigin leiki brotna niður í minnstu smáatriði. Allt þetta hjálpar okkur mikið í allri ákvarðanatöku fyrir leiki.“

Frábær tíðindi fyrir KR körfu!