Samkvæmt nýjum sóttvarnarlögum, er tóku í gildi miðvikudaginn 13. janúar 2021, þá er áhorfendabann á íþróttaviðburðum. Við sýnum ástandinu fullan skilning en um leið blasir við gríðarlegt tekjutap fyrir körfuknattleiksdeildina. Leikir okkar hafa alltaf verið vel sóttir, fjöldi fólks hefur mætt í félagsheimili KR fyrir leiki og hitað upp saman. Okkar vinsæla BBQ er ekki leyfilegt í núverandi aðstæðum og þar er annar stór fjáröflunarpóstur farinn.

Það er því ljóst að KRTV er sá vettvangur og miðill þar sem hægt verður að fylgjast með öllum heimaleikjum karla og kvenna á næstu misserum. Hópurinn sem hefur staðið vaktina í KRTV í mörg ár, undir forystu Agnars Guðjónssonar, hefur svo sannarlega gert frábæra hluti. Tvær myndavélar og mikil gæði ásamt auðvitað frábærum lýsendum er áskrift að frábærri skemmtun.

KRTV verður í lykilhlutverki á næstu misserum, ekki bara sem efnisveita okkar KR-inga, heldur líka sem mikilvæg fjáröflun deildarinnar. Mánaðaráskrift að KRTV kostar aðeins  1.990 krónur á mánuði. Sú upphæð rennur beint inn í rekstur deildarinnar. Það myndi hjálpa deildinni gríðarlega á næstu mánuðum á meðan engar tekjur eru í augsýn.

Áskrift að KRTV
Hægt er að kaupa mánaðaráskrift að KRTV fyrir litlar 1.990 krónur, en innifalið í þeirri áskrift eru beinar útsendingar frá heimaleikjum karla og kvenna, sem og hafsjór af gömlu og góðu efni í áranna rás. Allir heimaleikir eru svo aðgengilegir á KRTV 10 mínútum eftir að leik lýkur, ekki örvænta ef þú nærð ekki að sjá leikinn í beinni útsendingu, leikurinn fer ekki neitt.

> Smelltu hér til að kaupa áskrift að KR TV

Stakur leikur (Pay-per-view)
Einnig verður hægt að kaupa aðgang að völdum leikjum í beinni útsendingu (pay-per-view) en einn leikur mun kosta 1.990 krónur.

> Stakir leikir verða auglýstir hverju sinni en hér má sjá leikina framundan

Fylgstu vel með þínu liði á meðan engir áhorfendur eru leyfðir og um leið styrkir þú öflugt körfuboltastarf í Vesturbæ Reykjavíkur.

> Meira um KRTV