Kveðja frá barna- og unglingaráði

Kæru foreldrar og iðkendur,

Undanfarnar vikur hafa verið krefjandi og svo sannarlega skrýtið að iðkendur geti ekki komið út í KR og notið sín á æfingum og leikjum. Félagslegi hluti þess að vera KR-ingur er stór og lífið því ekki alveg eins og við eigum að venjast. Nú er ljóst að æfingar hefjast að nýju á miðvikudag 18. nóvember og eru þjálfarar spenntir að taka á móti krökkunum.

Athugið að það eru breyttir æfingatímar næstu daga. Hafið samband við þjálfara um nánari upplýsingar og/eða fylgist vel með ykkar grúppum á Facebook. Við minnum einnig á að foreldrar eru ekki leyfðir inní sal.

Við hvetjum alla okkar iðkendur til að stunda hreyfingu eins mikið og unnt er á meðan á æfingabanninu stendur. Einnig má benda á ágætis körfubolta-afþreyingu á KRTV en þar má horfa á fjölda leikja meistaraflokka karla og kvenna og rifja upp góðar minningar undanfarinna ára. Eitthvað sem getur stytt okkur stundirnar þangað til mótahald hefst að nýju.

Ef það eru einhverjar spurningar þá ekki hika við að hafa samband við ykkar þjálfara.

Hlökkum til að sjá ykkur!
Áfram KR.