Leikmannakynning: Anna Fríða Ingvarsdóttir

Leikmannakynningarnar halda ótrauðar áfram og við kynnum næst til leiks hana Önnu Fríðu:

1.Nafn? Anna Fríða Ingvarsdóttir

2. Aldur? 15 ára

3. Hjúskaparstaða? Einhleyp

4. Uppeldisfélag? KR

5. Staða á vellinum? 2 og 3 í meistara en hvað sem er í hinum flokkunum

6. Hvað viltu á pizzuna þína? Ég er ein af þessum sem borða ananas á pizzu en svo er jalapeño alltaf must

7. Hvaða þrjá leikmenn í liðinu tækirðu með þér á eyðieyju? Helenu, Maríu og Diljá

8. Fyndnasti samherjinn? Gunnhildur og Ragga deila þeim titli

9. Eftirminnilegasta stundin úr körfuboltanum? þegar ég og ‘03 stelpurnar fórum til Gautaborgar, við komumst i undanúrslit og leikurinn endaði á gullkörfu eftir 2 framlengingar.

10. Hvað er skemmtilegast á æfingu? Detroit og basic 5 á 5

11. Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki? Fyrir tveim vikum( 23.sept )

12. Hvernig er tannburstinn þinn á litinn? Bleikur og hvítur

13. Uppáhaldslið í NBA? Hef alltaf haldið Miami Heat en verð reyndar að viðurkenna að ég er LeBron manneskja og held bara með því liði sem hann er í, og at the moment er hann í Lakers þannig ja Heat og Lakers

14. Sturluð staðreynd um þig? Ég er FÁRÁNLEGA hrædd við grágæsir