Leikmannakynning: Þóra Birna Ingvarsdóttir

Kynnum næst til leiks Þóru Birnu:

1. Nafn? Þóra Birna Ingvarsdóttir

2. Aldur? 19 ára

3. Hjúskaparstaða? Single

4. Uppeldisfélag? KR

5. Staða á vellinum? Bakvörður

6. Hvað viltu á pizzuna þína? Don’t get me started, síðast þegar ég fékk þessa spurningu á veitingastað endaði ég á að borga aleiguna fyrir pizzu því ég hlóð svo miklu á hana. Er með krónískan valkvíða…

7. Hvaða þrjá leikmenn í liðinu tækirðu með þér á eyðieyju? Myndi taka Röggu til að sjá um mealprep, Gunnhildi til að halda okkur í formi með workout öppunum sínum og svo auðvitað Perlu til að hafa smá vit fyrir hópnum

8. Fyndnasti samherjinn? Gunnhildur tekur þetta

9. Eftirminnilegasta stundin úr körfuboltanum? Íslandsmeistarar í 10.flokki. Annars var líka sætt að taka taplaust tímabil í fyrstu deildinni.

10. Hvað er skemmtilegast á æfingu? 11manna eða spil skemmtilegast en lifi líka fyrir upphitun mánudagsæfinguna eftir liðsparty

11. Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki? Minnir að ég hafi verið 15 ára og fengið að máta gólfið aðeins í lok leiksins – skoraði meiraðsegja.

12. Hvernig er tannburstinn þinn á litinn? Grænn

13. Uppáhaldslið í NBA? Smá hlutlaus þar, finnst bara skemmtilegast að horfa á playoffs sama hverjir eru að keppa

14. Sturluð staðreynd um þig? Hlusta alltaf á Eminem fyrir mikilvæga leiki