Meistaraflokksráð kvenna 2020-2021

Stjórn kkd KR hefur fengið til liðs við sig tvo uppalda KR-inga og fyrrum leikmenn, þær Kolbrúnu Heiðu Kolbeinsdóttur og Soffíu Hjördísi Ólafsdóttur, en þær ásamt Helgu Maríu Garðarsdóttur munu skipa Meistaraflokksráð kvenna tímabilið 2020-2021.

Meistaraflokksráð kvenna stígur inn af auknum krafti í stjórnun og utanumhald meistaraflokks kvenna og verður tengiliður stjórnar við leikmenn og þjálfara liðsins. Ráðið mun einnig vinna með barna og unglingaráði við uppbyggingu framtíðarleikmanna í meistaraflokk kvenna.

Ráðið nýtur liðsstyrks öflugs hóps fólks sem hefur starfað sem heimaleikjaráð kvenna síðasliðin ár.

Meistaraflokkur kvenna í körfubolta hefur verið að gera góða hluti síðustu ár, en þær voru í öðru sæti í deildinni í lok síðasta tímabils og kepptu til úrslita í bikarkeppninni.

Markmiðin eru skýr, en þau eru að varðveita þá uppbyggingu kvennaliðsins sem ráðist var í 2015, halda liðinu í toppbaráttu sem sæmir KR og tryggja leikmönnum framtíðarinnar sterkar fyrirmyndir og gott umhverfi til að vaxa í.

Helga María Garðarsdóttir, Kolbrún Heiða Kolbeinsdóttir og Soffía Hjördís Ólafsdóttir.