Yngri flokka starf körfuknattleiksdeildar KR

KR getur státað sig af einu allra besta yngri flokka starfi á landinu undanfarin áratug og er stefnan alltaf að gera betur.

Í körfuboltanum eru árgangarnir aðskildir og því fær hver og einn að njóta sín betur enda hóparnir minni. Eina undantekning eru Byrjendaflokkarnir en þar eru 1. og 2. bekkur saman.
Flokkakerfið okkar virkar á eftirfarandi hátt:

 • Byrjendaflokkur 1. OG 2. Bekkur
 • Minnibolti 8 Ára 3. Bekkur
 • Minnibolti 9 Ára 4. Bekkur
 • Minnibolti 10 Ára 5. Bekkur
 • Minnibolti 11 Ára 6. Bekkur
 • 7. Flokkur 7. Bekkur
 • 8. Flokkur 8. Bekkur
 • 9. Flokkur 9. Bekkur
 • 10. Flokkur 10. Bekkur
 • 11. Flokkur 1. ÁR Menntaskóli
 • Drengjaflokkur 2. OG 3. ÁR Menntaskóli
 • Unglingaflokkur 4. ÁR Menntaskóli

Keppnisfyrirkomulagið í körfuboltanum er þannig að 10 ára og yngri spila í sérstökum Minniboltamótum þar sem fáir eru í hverju liði og því fá allir að spila mikið. Á þeim mótum eru stig ekki talin enda skemmtunin í fyrirrúmi og allir vinna.
Í minnibolta 11 ára bætist svo við Íslandsmót og Reykjarvíkurmót en þau er spiluð á 5 fjölliðamótum yfir veturinn. Í 9. flokki bætist síðan bikarkeppni KKÍ við.

Allir strákar og stelpur mega koma og prófa körfubolta hjá okkur. Allir eru velkomnir!!