Spennandi tímar framundan hjá meistaraflokki kvennaHörður Unnsteinsson hefur verið ráðin þjálfari meistaraflokks kvenna en hann mun stýra liðinu ásamt Guðrúnu Örnu Sigurðardóttir. Hörður var aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla ásamt því að þjálfa drengja og unglingaflokk karla. Hörður er mikill fengur inn í starf KKD KR og er mikil ánægja með hans störf. Guðrún Arna er á sínu öðru ári sem aðstoðarþjálfari meistaraflokks kvenna og ljóst að þjálfarateymið myndar sterka heild í þeirri uppbyggingu sem framundan er. Það er ljóst að Hörður og Guðrún ætla sér stóra hluti með liðið og markmiðið að koma liðinu aftur upp í efstu deild.

Það er sannarlega ánægjulegt að sjá hversu marga efnilega leikmenn KR á í yngriflokkum kvenna og mikið tilhlökkunarefni þegar þeir leikmenn stíga sín fyrstu spor á stóra sviðinu. Nýlega voru 9 leikmenn KR valdir í U15 ára landslið KR sem er magnað og lofar góðu fyrir framtíðina. Á myndinni má sjá þjálfarateymið ásamt nýjum leikmanni KR en Hulda Ósk Bergsteinsdóttir hefur gengið í raðir KR frá Fjölni og bjóðum við hana hjartanlega velkomin í Vesturbæinn. Við hlökkum til komandi tímabils! Áfram KR!