Hvernig get ég styrkt öflugt körfuboltastarf í Vesturbænum?

Það eru margvíslegar leiðir til að styrkja það öfluga starf sem körfuknattleiksdeild KR heldur úti í Vesturbæ Reykjavíkur. Stuðningur nærumhverfisins er okkur gríðarlega mikilvægur, hvort það sem eru einstaklingar, Vesturbæingar, KR-ingar eða fyrirtæki. Hér fyrir neðan má sjá þær leiðir sem í boði eru.

Frjáls framlög
Hægt er að millifæra frjáls framlög á reikning körfuknattleiksdeildar KR: 0137-26-45, kt. 510987-1449, skýring: „Styrkur“, og staðfestingu á greiðslu á [email protected]

Gerast Bakhjarl KR körfu
Bakhjarlar KR körfu er hópur KR-inga sem styður dyggilega við deildina en á sama tíma nýtur samveru og frábærrar skemmtunar á komandi tímabili. Mánaðargjald er 8.500 krónur en einnig er hægt að greiða 102.000 króna eingreiðslu. Hér eru allar upplýsingar um Bakhjarla KR körfu.

Kaupa árskort
Þið getur sparað umtalsverðar fjárhæðir og notið góðra fríðinda með því að kaupa ársmiða á alla heimaleiki karla og kvenna í vetur. Það eru ýmsar leiðir í boði. Kynntu þér ársmiðasöluna hér.

Fyrirtækjabakhjarl KR körfu
Ef fyrirtæki þitt vill styðja starfið með myndarlegum hætti en um leið njóta frábærrar skemmtunar og ýmissa fríðinda, þá er þetta leiðin fyrir þig. Með 150.000 króna styrk gerist þú Fyrirtækjabakhjarl KR körfu. Innifalið eru öll þau fríðindi sem Bakhjarlar KR körfu njóta. Sjá upplýsingar um Fyrirtækjabakhjarl hér.

Fyrirtæki – gerast styrktaraðili
Þú getir slegist í hóp öflugra fyrirtækja sem styrkja starfið. Það eru ýmsar leiðir í boði en allar upplýsingar veitir Böðvar Guðjónsson, formaður körfuknattleiksdeildar KR, [email protected] eða gsm 8220300.