Tap fyrir Tindastól í hörkuleik í DHL-Höllinni

KR og Tindastóll áttust við í sjöttu umferð Dominosdeildar Karla þar sem Tindastóll sigruðu 85-92, staðan í hálfleik var 36-36. Michael Craion var með frammistöðu kvöldsins með 21 stig, 16 fráköst, 3 stoðsendingar og 3 stolna bolta.

Hart var barist en hittni KR-inga var ekki til staðar og Tindastólsmenn leiddu í upphafi. KR-ingar sýndu góðan annan leikhluta á varnar helmingi vallarins og staðan í hálfleik 36-36. Í síðari hálfleik misstu KR-ingar Kristófer Acox í upphafi fjórða leikhluta af velli með 5 villur og Jón Arnór Stefánsson meiddist illa á ökkla eftir brot Helga Rafns Viggóssonar. Æsispennandi mínútur þar sem hlutirnir féllu með Tindastól, þeir hittu stórum skotum og fóru heim með sigur í farteskinu.

Tölfræði leiksins

Næsti leikur KR-inga verður föstudagskvöldið 15. nóvember klukkan 20:15 gegn Keflavík á útivelli.